Tilkynnt var um umferðarslys í Kópavogi seinni partinn í gær. Bifreið var ekið á 7 ára stúlku sem var á reiðhjóli og keyrði ökumaðurinn af vettvangi.
Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Bráðadeild, líklega handleggsbrotin. Ökumaðurinn sem er 85 ára, fannst stuttu síðar og reyndist hann vera alsgáður en ekki með gild ökuréttindi.
Umræða