Fjöldi mála sem skráð voru hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm í morgun eru 26 og hér eru helstu verkefnin:
- Dyraverðir tilkynna um aðila sem væri að reyna komast inn á skemmtistað í miðbænum og væri með hníf og hnúajárn. Aðilinn afhenti lögreglu vopnin og hann kærður fyrir vopnalög.
- Tilkynnt um yfirstaðna líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Aðili reif í hár stúlku og sló hana í hnakkann.
- Tilkynnt um slagsmál á Ingólfstorgi. Þarna voru tveir aðilar að ráðast á einn sem var með minniháttar áverka eftir árásina.
- Tilkynnt um ofurölvi aðila á gangstétt í hverfi 107.
- Tilkynnt um ofurölvi aðila sem væri áfengisdauður á veitingastað í miðbænum. Aðilinn fluttur á slysadeild til skoðunar.
Þarna var aðili að hella bjór yfir stelpur í miðbænum. Engar kröfur frá stelpunum og aðilanum vísað á brott. - Tilkynnt um aðila að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan stöðvaði bifreiðina og var ökumaður handtekinn og fluttur á lögreglustöðina. Laus að lokinni sýnatöku.
- Ökumaður óskaði eftir aðstoð lögreglu eftir að hann ók á mannlausa bifreið sem var ólöglega lagt.
- Aðili handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Fluttur á lögreglustöð og laus að lokinni blóðsýnatöku.
- Tilkynnt um rúðubrot á bifreið. Engar vísbendingar um hver væri að verki og ekkert búið að taka úr bifreiðinni.
- Tilkynnt um árekstur á Gullinbrú við Höfðabakka. Bifreiðar fluttar af vettvangi með Krók. Ekki vitað með slys á fólki.
Umræða