1200 tonn af síld
Það var ekki langt að fara í þetta skipti á síldveiðar, hjá áhöfninni á Jóni Kjartanssyni SU, eða á Glettingarnesgrunn. Skipið lagði úr höfn klukkan 8:00 á laugardagsmorgun var komið í heimahöfn með 1200 tonn af síld, aðeins 30 tímum seinna, aflinn fékkst í þrem togum. ,,Myndina tók Hjalti Sigurdsson þegar við sigldum fram hjá rétt í þessu.“
Þá kom Margrét EA til Neskaupstaðar á laugardagskvöld með 1150 tonn af síld. Síldveiðar ganga vel fyrir austan og stutt á miðin.
Umræða