21.000 manns krefjast nýrrar stjórnarskrár og hafa ritað undir á vefnum Ísland.is með fullu nafni og kennitölu. Á vef Stjórnarskrárfélagsins segir m.a. ,,Ef almenningur fengi arðinn af sjávarauðlindinni eins og nýja stjórnarskráin kveður á um, myndi það hafa afgerandi áhrif fyrir samfélagið.“ Þá hafa fjölmargir skorað á fólkið í landinu að taka höndum saman um nýja stjórnarskrá s.b.r. hér að neðan:
Margrét Tryggvadóttir skrifar: ,,En svona er baráttan um Ísland. Hún snýst um auðlindirnar okkar, gildi og hvernig samfélag við viljum byggja. Sumir reyna þó iðulega að tala um allt annað. Missum ekki sjónar á aðalatriðunum og látum ekki stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir viti betur en við sjálf hvernig við byggjum réttlátt samfélag.
Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem setur ráðamönnum skorður, bannar þeim að ljúga, færir völdin til þjóðarinnar og tryggir fólkinu í landinu arð af auðlindum sínum. Þannig vill meirihluti kjósenda hafa það en Alþingi hefur ekki staðfest þann þjóðarvilja.
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun til stuðnings því stórmerka og nauðsynlega plaggi. Ég hvet öll til að skrifa undir á nystjornarskra.is. Hættum að láta ræna okkur.” Undirskriftalistinn er hér: https://listar.island.is/Stydjum/74
https://www.facebook.com/Stjornarskrarfelagid/videos/2391603761142795
https://www.facebook.com/Stjornarskrarfelagid/videos/3456918707698725