5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

,,Hættum að láta ræna okkur!” – 21.000 undirritanir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

21.000 manns krefjast nýrrar stjórnarskrár og hafa ritað undir á vefnum Ísland.is með fullu nafni og kennitölu. Á vef Stjórnarskrárfélagsins segir m.a. ,,Ef almenningur fengi arðinn af sjávarauðlindinni eins og nýja stjórnarskráin kveður á um, myndi það hafa afgerandi áhrif fyrir samfélagið.“ Þá hafa fjölmargir skorað á fólkið í landinu að taka höndum saman um nýja stjórnarskrá s.b.r. hér að neðan:

Margrét Tryggvadóttir skrifar: ,,En svona er bar­áttan um Ísland. Hún snýst um auð­lind­irnar okk­ar, gildi og hvernig sam­fé­lag við viljum byggja. Sumir reyna þó iðu­lega að tala um allt ann­að. Missum ekki sjónar á aðal­at­rið­unum og látum ekki stjórn­mála­menn telja okkur trú um að þeir viti betur en við sjálf hvernig við byggjum rétt­látt sam­fé­lag.

Þann 20. októ­ber 2012 fór fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um nýja stjórn­ar­skrá. Stjórn­ar­skrá sem setur ráða­mönnum skorð­ur, bannar þeim að ljúga, færir völdin til þjóð­ar­innar og tryggir fólk­inu í land­inu arð af auð­lindum sín­um. Þannig vill meiri­hluti kjós­enda hafa það en Alþingi hefur ekki stað­fest þann þjóð­ar­vilja.

Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun til stuðn­ings því stór­merka og nauð­syn­lega plaggi. Ég hvet öll til að skrifa undir á nystjorn­ar­skra.is.  Hættum að láta ræna okkur.” Undirskriftalistinn er hér: https://listar.island.is/Stydjum/74

https://www.facebook.com/Stjornarskrarfelagid/videos/2391603761142795

https://www.facebook.com/Stjornarskrarfelagid/videos/3456918707698725