-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

,,Framsóknarflokkurinn, stærsta atvinnumiðlun á landinu, og Sjálfstæðisflokkurinn eru gjörspilltir flokkar“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ríkissjóður getur fengið 24 milljarða fyrir aðeins eina fisktegund í kvótakerfinu – En fær nú 4,8 fyrir allar

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að spilling hafi fengið að viðgangast í sjávarútvegi
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að spilling hafi fengið að viðgangast í sjávarútvegi í um tuttugu ár. Hann vill bjóða upp hluta aflaheimilda, og segir að ríkissjóður geti þannig fengið 24 milljarða króna fyrir þorskaflann einan.

Með því að breyta kvótakerfinu, berjast gegn spillingu og auka hagræðingu í ríkisrekstri sé hægt að hækka persónuafslátt í hundrað þúsund krónur og skattleysismörk í 300 þúsund krónur.

„Við verðum að snúa við hverri krónu. Við verðum að hafa harðara fólk í því að láta embættismennina ekki komast upp með þessa hluti trekk í trekk og fara fram úr eyðslu,“ segir Guðmundur Franklín í viðtalinu við Rúv.

Hafa þá þeir flokkar sem hafa verið í sjávarútvegsráðuneytinu síðustu ár og áratugi meðvitað tekið þátt í þessari spillingu sem að aðgerðaleysið er að þínu mati? „Absolutely. Framsóknarflokkurinn, stærsta atvinnumiðlun á landinu, og Sjálfstæðisflokkurinn eru bara gjörspilltir flokkar. Ég verð bara að segja það og ég þekki það af eigin raun,“ segir hann.

Þetta er meðal þess sem kom í viðtali við Guðmund Franklín í Forystusætinu á RÚV