Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. Síðast er vitað um ferðir Friðfinns, síðdegis fimmtudaginn í síðust viku, í nýja Vogahverfinu.
Friðfinnur var klæddur í gráa peysu með BOSS merki á og gráar joggingbuxur Hann er 182 cm á hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Discussion about this post