8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Björgólfur segir fangelsun stjórnmálamanna í Namibíu ekki vegna mútugreiðslna Samherja

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Stjórnmálamenn í Namibíu hafa verið settir í fangelsi. Gæti það verið vegna þess að þeir hafi fengið peninga ólöglega frá Samherja? – ,,Nei, ég held ekki,“ segir Björgólfur

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist efast um að mútugreiðslur hafi átt sér stað í Namibíu. Þetta sagði hann í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í Noregi.
Þá segir í blaðinu: ,,Fyrirtækið Samherji á Íslandi fær sjaldan athygli utan heimalands síns.
En hneyksli vegna peningaþvættis hjá fyrirtækinu í haust – og aðkoma DNB – hefur sett bæði Samherja og stærsta banka Noregs í afleita stöðu í heimsfréttunum. Gríðarlegum fjárhæðum hefur verið streymt í gegnum DNB bankann í Noregi, bæði til reikninga í skattaskjólum og til fyrirtækis í Dubai í eigu namibísks embættismanns – sem ber ábyrgð á dreifingu fiskveiðikvóta í landinu.
Í Namibíu eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar neyddir til að hætta störfum og nokkrir menn með tengsl við ríkisstjórnina hafa verið handteknir undanfarnar vikur.“

Bráðabirgðaforstjóri Samherja, Björgólfur Jóhannsson (64), neitar hugsanlegri spillingu og peningaþvætti, þrátt fyrir rannsóknir í nokkrum löndum.

– ,,Ég held að ekki hafi verið um neinar mútur eða að fyrirtækið hafi verið eða tekið þátt í ólöglegri starfsemi,“ segir hann við DN í Noregi.
Þess í stað ræðst forysta Samherja að grimmilega gegn uppljóstraranum sem er ​fyrrverandi starfsmaður Samherja og telur hann einan hafa borið ábyrgð á ólögmætunum mútum og peningaþvætti.

Samherji heldur áfram að gera Jóhannes Stefánsson tortryggilegan

Jóhannes Stefánsson segir blaðamanni DN að brátt muni birtast meira af gögnum – Hann afhenti fyrir löngu öll gögn

„Augljóst er að aðeins valdir tölvupóstar eru birtir á Wikileaks,“ heldur Björgólfur áfram. Blaðið vitnar einnig í tölvupóst sem Björgólfur sendi starfsfólki Samherja í síðustu viku þar sem hann gagnrýnir það að Jóhannes skuli aðeins velja úr tæplega helming tölvupósta sinna við starfsmenn fyrirtækisins um viðskiptin í Namibíu. „Við veltum því til dæmis fyrir okkur hvers vegna engir póstar voru birtir frá árinu 2015,“ segir hann.
Tölvupóstarnir á Wikileaks eru augljóslega handvaldir. Heilt ár tölvupósta, árið 2015, vantar. Við veltum því fyrir okkur af hverju.

Jóhannes Stefánsson segir blaðamanni DN að hann brátt muni birtast meira af gögnum

,,Við ákváðum að birta aðeins mikilvægustu tölvupóstana og netföng mikilvægustu einstaklinganna í fyrstu umferð. Það verða fleiri póstar birtir í næstu umferð, segir Jóhannes Stefánsson við DN. En fram hefur komið að Jóhannes hefur fyrir löngu afhent alla tölvupóstana bæði til Wikileaks og rannsóknaraðila skv. opinberri yfirlýsingu sem öllum aðilum ætti að vera ljóst.

Björgólfur segir greiðslur til manns sem er í fangelsi vegna þeirra, ekki ólöglegar
Björgólfur er þá spurður út í greiðslur til félags skráð í Dúbaí í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns namibísku ríkisútgerðarinnar Fischor, sem héldu áfram eftir að Jóhannes hafði hætt störfum hjá Samherja, en hann sagði ekkert benda til þess að þær greiðslur væru ólöglegar. „Þetta voru kvótar frá yfirvöldum sem við skulum vona að hafi verið lögum samkvæmt. Samherji fékk enga kvóta umfram það,“ segir Björgólfur um greiðslurnar. Einnig hafi eitthvað verið greitt fyrir ráðgjöf. Blaðamaður Dagens Næringsliv bendir honum á að eigandi reikningsins sem greiðslurnar fóru inn á sé nú í fangelsi í Namibíu, þar sem hann hefur verið ákærður ásamt fimm öðrum fyrir að þiggja mútugreiðslur frá Samherja.
„Já, hann er borinn þungum sökum en hefur ekki hlotið dóm,“ svarar Björgólfur þá.
Stjórnmálamenn í Namibíu hafa verið settir í fangelsi. Gæti það verið vegna þess að þeir hafi fengið peninga ólöglega frá Samherja?

– Nei, ég held ekki. Við fengum reikninga frá fyrirtækjunum sem seldu kvóta og greiddu þá, segir Björgólfur Jóhannsson við blaðamanninn.
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein er ráðin af stjórn Samherja til að aðstoða við rannsókn málsins. Að auki er málið rannsakað af lögreglunni á Íslandi, Økokrim í Noregi og af yfirvöldum í Namibíu. Ekki liggur fyrir hvort málið verður rannsakað í Bandaríkjunum eftir að bandarískur banki vakti viðvörun í maí í fyrra.
„Er það vani ykkar að að greiða einkaaðilum þegar þið fáið úthlutað kvóta erlendis?“ spyr blaðamaðurinn. Björgólfur kvaðst þá ekki geta svarað því vegna þess að málið væri nú í rannsókn. „Berist manni reikningur fyrir þjónustu eða kvóta þá greiðir maður hann. Okkur bárust reikningar frá fyrirtækjum sem seldu kvóta og við greiddum þá.“
Undanfarin ár hefur starfsemi Samherja í Namibíu skilað um 50 milljóna dollara hagnaði árlega eða rúmlega 450 milljónum norskra króna á gengi dagsins í dag.
– Hefur þú farið ítarlega yfir viðskipti og markaðsaðstæður í Afríku? Er Björgólfur spurður.
– ,,Í upphafi … Ja, ég get ekki svarað því með vissu, einfaldlega vegna þess að ég þekki ekki bakgrunn varðandi fiskveiðarnar í Afríku. Afríka er annar heimur en ég tel fullviss um að við höfum fengið kvóta í samræmi við lög hvers lands.“
– Ef mútur eru greidd, þá reiknarðu með að fá smá aukalega til baka. Og Samherji fékk kvóta? Segir blaðamaður.
– En þetta er með sama verð og allar útgerðir borga, segir Björgólfur.

Aðalbanki Samherja, DNB, lokaði þremur reikningum tengdum Cape Cod fyrirtækinu í skattaskjóli Marshalleyja í kjölfar viðvörunar við bandarísks banka í fyrra.

– Ætti DNB að hafa betur kannað hverjir fengu peninga í gegnum fyrirtæki Samherja á Kýpur?
– ,,Það er erfitt að segja hvað þeir hefðu átt að uppgötva. Í nánum tengslum býst maður við að bankinn geri allt sem hann getur til að komast að því hvaðan peningarnir koma og hvort peningarnir séu löglegir.
– En reikningseigandinn er nú í fangelsi?
– Já, hann er sakaður um eitthvað, en ekki sakfelldur. Við höfum hjálpað DNB með öll gögn sem þeir hafa beðið um. Núna munum við sjá hvað hefur gerst og þá verða viðeigandi yfirvöld að skoða afleiðingar þessa, “segir Björgólfur Johannsson.

– Alvarlegt mál

Kjerstin Braathen, yfirmaður DNB, hefur áður lýst því yfir við DN að málið sé mjög alvarlegt bæði fyrir Samherja og bankann. – Ég hef áhyggjur af því að þetta séu einhverjar millifærslur sem tengjast þessari útgerð á Íslandi. Það er afleitt þegar viðskiptavinir DNB eru sakaðir um að hafa tekið þátt í glæpi og Það sem við getum gert er að fá upplýsingar sem upplýsa málið.
https://frettatiminn.is/2019/12/15/mutumalin-i-namibiu-a-hradri-leid-til-domstola/
https://frettatiminn.is/2019/12/13/hvenaer-verdur-thyfid-sott-og-byrjad-ad-byggja-upp-vorar-funu-stodir/