Á fundi dagsins í Menningar-íþrótta og tómstundaráði var lögð fram til samþykktar stefna Borgarbókasafnsins 2021-2024. Í stefnunni er slegið föstu að ráðist verði í 4,4 milljarða breytingar á húsnæði bókasafnsins við Tryggvagötu sem gengur undir heitinu Grófarhús.
Ekki er gert ráð fyrir miklum kostnaði vegna flutnings Borgarskjalasafnsins sem nú er í hluta húsnæðisins en á að víkja. Sá kostnaður er óþekktur en ljóst að um miklar fjárhæðir er að ræða
Öll þekkjum við hvernig kosntnaðaráætlanir meirihlutans eru, þær eiga það að hækka á verktíma.
Raunar hækka þær nær undantekningalaust.
Mikið.
Mun þessi gjörningur kosta 4,4 milljarða?
Svarið er nei, því engin veit hver raunkostnaður verður þar sem stóra kostnaðarliði vantar alfarið inn.
En það er ekki látið spilla gleðinni og af stað er haldið í ferð sem borguð verður af skattgreiðendum hvort sem þeim líkar eður ei.
Fjármagnað með lánum á verstu fáanlegu kjörum.
Af þessum sökum greiddi ég atkvæði gegn stefnunni og var einn um það.
Rétt er að fram komi að ég lagði til á sínum tíma að ráðist yrði í eðlilegt viðhald og endurbætur á húsnæðinu.
Gera má ráð fyrir að kostnaður við þá leið sé brotabrot af þeirri óráðssíu sem nú blasir við, eða rétt um 5%.
–
Bókun fulltrúa Miðflokks vegna liðs nr.7 – Stefna Borgarbókasafnsins 2021-2024
Fulltrúi Miðflokksins mun af þessum ástæðum greiða atkvæði gegn fyrirliggjandi stefnu Borgarbókasafnsins.
Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi Miðflokks
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=3651362108249649&id=100001276888554