Veðuryfirlit
Yfir Grænlandi er 1045 mb hæð. Á Norðursjó er 993 mb lægð sem fer S. og spáð er miklu frosti eða 5 til 20 stig.
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan átt 3-10 m/s. Bjart með köflum en sumsstaðar dálítil él, einkum við norður ströndina. Léttir heldur til um sunnanvert landið á morgun. Frost 3 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og bjart með köflum. Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað á morgun. Frost 4 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og þurrt og bjart veður, en sums staðar lítilsháttar él við ströndina. Frost 5 til 20 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil.
Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15 og víða bjartviðri, en dálítil él með norður- og austurströndinni. Frost 4 til 14 stig.
Á sunnudag:
Norðaustan 10-15 m/s og bjart með köflum en hægari um norðaustanvert með stöku éljum. Frost 3 til 13 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Hvöss norðan- og norðaustanátt með snjókomu og éljum um norðanvert landið, en yfirleitt þurrt sunnantil á landinu. Frost 3 til 13 stig.
Spá gerð: 14.12.2022 08:41. Gildir til: 21.12.2022 12:00.