Um klukkan hálf þrjú í nótt stöðvaði lögreglan bifreið eftir hraðamælingu í hverfi 201, í Kópavogi, (Reykjanesbraut) bifreiðin mældist á 162 km. hraða. Að frádregnum 4 km. hraða skv. reglum um hraðamælingar, hefur bifreiðin líklega verið á 166 km. hraða eða tæplega 170 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkhraði er 80 km./klst.
Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Miðað við sektir skv. neðangreindri töflu má ökumaðurinn einnig búast við a.m.k. 240.000 króna sekt en það er sú fjárhæð sem miðað er við þegar ökutæki ekur á yfir 160 km. hraða þar sem hámarksharði er 90 km./klst.
Umræða