Lögreglan á Vesturlandi greinir frá því á Facebook í dag að einn sé látinn eftir bílslys á Vesturlandsvegi í gær. Tveimur til viðbótar var komið á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Einn lést í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi móts við Skipanes í gær. Frá þessu greinir lögreglan á Vesturlandi á Facebook. Í öðrum bílnum var ökumaður einn á ferð en í hinum var ökumaður og farþegi. Ökumaðurinn sem var einn á ferð lést í slysinu. Hinir tveir voru fluttir til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Umræða