Kona sem eitt sinn var stimpluð „versta móðir Ástralíu“ hefur fengið dóma fyrir að myrða fjögur börn sín ógilda. Hæstiréttur Nýja Suður-Wales úrskurðaði á fimmtudag að sönnunargögnin sem upphaflega voru notuð til að fangelsa Kathleen Folbigg væru „ekki áreiðanleg“.
Konan er 56 ára gömul og var náðuð og látin laus af stjórnvöldum í júní, eftir að hafa eytt 20 árum í fangelsi. Fröken Folbigg fagnaði nýjustu fréttum af málinu en sagði að sönnun um sakleysi hennar hefði verið „hunsuð og vísað frá“ í áratugi. „Kerfið kaus að kenna mér frekar um morðin en að sætta sig við að stundum geta börn og dáið skyndilega og óvænt,“ sagði hún fyrir utan dómstólinn á fimmtudag.
Máli fröken Folbigg hefur verið lýst sem einu mesta réttarfari Ástralíu
Málið varðaði dauða fjögurra ungbarna hennar Caleb, Patrick, Söru og Lauru – sem öll dóu skyndilega á árunum 1989 til 1999, á aldrinum 19 daga til 18 mánaða. Saksóknarar við réttarhöld hennar sögðu að hún hefði kæft þau. Málið byggði á sönnunargögnum frá atvikum og voru dagbækur hennar notaðar, sem aldrei voru skoðaðar af sálfræðingum eða geðlæknum á fyrri stigum.
Árið 2003 var hún dæmd í 40 ára fangelsi fyrir morð á Söru, Patrick og Lauru og morð á Caleb. Dómurinn var síðar mildaður niður í 30 ár eftir áfrýjun. Fyrr á þessu ári leiddi tímamótarannsókn í máli hennar í ljós að það væri skynsamlegur vafi á sekt hennar, vegna vísindalegra niðurstaðna um að börn hennar gætu hafa dáið af náttúrulegum orsökum vegna ótrúlega sjaldgæfra stökkbreytinga í genum.
Og það var þessi hluti nýrra sönnunargagna sem leiddi til þess að Folbigg var hreinsuð af öllum ákærum á fimmtudag. Lögfræðiteymi Folbigg staðfestir að þeir myndu nú fara fram á bætur fyrir hennar hönd, en sögðu ekki hversu háar þær yrðu. Málið hefur vakið heimsathygli og leitt til ásakana um að réttarkerfi Ástralíu sé ekki gott.
„Ég er þakklát fyrir að ný vísindi og erfðafræði hafi gefið mér svör við því hvernig börnin mín dóu,“ sagði fröken Folbigg. „Hins vegar, jafnvel árið 1999, fengum við lögfræðileg svör til að sanna sakleysi mitt. Saksóknar tóku orð mín úr samhengi og sneru þeim gegn mér… ég vona að enginn annar þurfi nokkru sinni að þola það sem ég varð fyrir.“