Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun, þar af voru 118 þingmenn Íhaldsflokks, Theresu May forsætisráðherra sem að greiddu atkvæði gegn samningnum.

Bretar ætluðu sér að ganga úr Evrópusambandinu eftir 73 daga en 202 studdu samkomulagið, og 432 voru samtals á móti.
Staða Theresu May forsætisráðherra er nú tvísýn þar sem að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, fer fram á að þingið greiði atkvæði um vantraust á Theresu May og ríkisstjórn hennar og hefur verið ákveðið að atkvæðagreiðslan fari fram á morgun.
Á fréttavef Breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að ef að vantraust verði samþykkt á stjórnina þá hafi hún hálfan mánuð til að vinna traust á ný en verði aftur samþykkt vantraust að þeim tíma liðnum, ber stjórninni að boða strax til þingkosninga. Hér er hægt að horfa á útsendingu