Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum skv. upplýsingum frá Almannavörnum
Hættustig vegna snjóflóða er í gildi á Ísafirði.
Veðurspá næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-18 m/s klukkan 15, en ennþá 15-20 m/s úti fyrir Vestfjörðum, og allt að 23 m/s í vindstrengjum við Snæfjallaströnd. Dregur hægt úr vindi fram á kvöld. Klukkan 21 verður síðan orðin norðaustan 8-15 m/s, og 5-13 m/s um miðnætti. Snjókoma í fyrstu, en dregur hægt úr ofankomu, verður orðið úrkomulítið seint í kvöld, og styttir upp seint í nótt. Austlæg átt 5-13 m/s á morgun og él sunnantil, annars þurrt. Hiti nálægt frostmarki
Vegakerfi/samgöngur
Vegir við Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Skutulsfjarðarbraut, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru lokaðir vegna snjóflóðahættu samkvæmt Vegagerðinni. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þessar lokunarráðstafanir. Skutulsfjarðarbraut var opnuð kl. 15, og Eyrarhlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð kl. 17.
Rýmingar
Unnið er eftir ráðleggingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði. Húsin sem rýmd hafa verið eru undir varnargarði á
Seljalandsmúla og eru næst garðinum. Hættumat gerir ráð fyrir því að ef mjög stórt snjóflóð fellur á garðinn geti gefið
yfir hann og valdið tjóni.
Fólk hefur einnig verið beðið um að yfirgefa nokkur hús í dreifbýli á N-Vestfjörðum.
Lögreglan
Samhæfing aðgerða er í höndum lögreglu.
Tveir lögreglumenn eru staðsettir á Flateyri og sinna vettvangsstjórn. Fulltrúar almannavarnadeildar hafa verið að
störfum í Samhæfingarstöð frá virkjun hennar.
Björgunarsveitir
Unnið er að því að koma fleiri björgunarmönnum vestur til þess að styðja við viðbragðið á svæðinu í komandi
verkefnum
Þrír aðgerðarstjórnendur starfa í Samhæfingarstöð.
Flateyri
Björgunarsveitin á Flateyri stödd í bænum auk 12-15 björgunarsveitamanna sem komu með varðskipinu Þór í morgun.
Suðureyri
Björgunarsveitafólk hefur unnið að því að kanna aðstæður og umfang afleiðinga flóðbylgjunnar. Dróni var notaður til
að kanna aðstæður á norðurhlíðum Súgandafjarðar til að gefa gleggri mynd af líkum á frekari flóðum.
Neyðarlínan
Neyðarlínan er með mönnun í samhæfingastöð. SMS voru send í tvígang á íbúa á Suðureyri þar sem þeir voru beðnir
um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu; Aðalgata, Eyrargata, Skipagata, Freyjugata og hafnarsvæðið og neðan
Sætúns. Um er að ræða varúðarráðstöfun. Ítrekað var að ekki væri um yfirvofandi hættu eingöngu varúðarráðstöfun
Rauði krossinn
Þrír fulltrúar í Samhæfingarstöð. Fullrúi RKÍ á Ísafirði er í aðgerðastjórn. Fjöldahjálparstöð í Kiwanishúsinu á Ísafirði vegna rýminga. Um 35 manns dvelja þar.
Fjöldahjálparstöð í Fisherman-húsinu á Suðureyri. Um 9 manns dvelja þar. Fjöldahjálparstöð opnuð á Flateyri kl. 15. Fólk hvatt til að nýta sér hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Samráðshópur áfallahjálpar á landsvísu hefur verið virkjaður, kemur saman og metur aðstæður.
Flugsamgöngur
Áfram er ófært vegna veðurs. Athugað verður með flug vestur í fyrramálið. Ráðstafanir hafa verið gerðar að flytja
björgunarmenn með flugi vestur við fyrsta tækifæri
Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór er staðsett á Flateyri og verður staðsett þar áfram að öllu óbreyttu. Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Flateyri og Ísafjörð. Þá voru vistir og annar búnaður einnig fluttur með þyrlunni vestur. Þyrlan flaug fyrst með rafhlöður á Suðureyri auk þess sem hún náði í 100 kíló af matvælum og fyrir Flateyri. Frá Flateyri voru þrír fluttir til Ísafjarðar og þá var sjúklingur fluttur frá Ísafirði til Reykjavíkur. Verið að kanna með möguleika á að flytja björgunarmenn og áfallateymi með þyrlu vestur seinna í kvöld.
Varðskipið Þór flutti áfallahjálparteymi og vistir frá Ísafirði til Flateyrar í morgun. Varðskipið Þór var staðsett á Ísafirði og hefur verið þar síðan á fimmtudag vegna veðursins. Skipið var strax gert klárt til brottfarar og flutti 24 björgunarsveitarmenn, tvo lögreglumenn og sjúkraflutningamann, auk læknis frá Ísafirði til Flateyrar. Þór komst ekki inn í höfnina en ferjaði fólk með léttbátum í land.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var sömuleiðis kölluð út og var í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli. Hún er að sinna sjúkraflutningi af Flateyri yfir á Ísafjörð og frá Ísafirði til Reykjavíkur.
Heilbrigðisstofnanir
Þyrla LHG fer í sjúkraflug til að flytja veikan einstakling frá Flateyri á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Daglegt viðbragð á svæðinu ræður við verkefnið að svo stöddu, ekki þörf á utanaðkomandi aðstoð.
Eignatjón
Reynt að meta eignatjón eins og hægt er en gengið erfiðlega vegna veðurs. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur verið upplýst Hafnarstjórn í samvinnu við Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslu og aðgerðastjórn vinna að því að meta mengunarhættu
og aðgerðir henni tengt.