• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Skýrsla Almannavarna vegna snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði

ritstjorn by ritstjorn
15. janúar 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði

Lýst var yfir neyðarstigi þann 15. janúar vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum.
Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur. Tjón liggur ekki fyrir.
Engrar manneskju er saknað.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð þann 15. janúar kl. 23:56. Samhæfing aðgerða fer fram í Samhæfingarstöðinni. Aðgerðarstjórn á Ísafirði var virkjuð kl. 23.44.
Gátlisti frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar:
Staðir sem huga þarf að: Suðureyri, Minnihlíð, Neðri-Breiðadalur, Höfði í Skutulsfirði, Núpur, Ytri-Veðrará, Fremstuhús, Geirastaðir. Einnig þarf að huga að Barðaströnd, og e.t.v. Patreksfirði og fleiri stöðum á Suðurfjörðunum.
Fjögur hús voru rýmd á Suðureyri og íbúar í efstu húsum á Flateyri yfirgáfu hús sín. Búfjáreigendur í Engidal eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um veður, færð og öðru á síðu Vegagerðarinnar og facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Samantekt
 Veður – snjóflóðahætta á Vestfjörðum
 Vegakerfi/samgöngur – vegum lokað við Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Skutulsfjarðarbraut, Kirkjubólshlíð og
Flateyrarveg
 Rýmingar – farið eftir gátlista snjóflóðavaktar Veðurstofunnar
 Lögreglan – samhæfir aðgerðir
 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins – Starfar í Samhæfingarstöð í Reykjavík
 Björgunarsveitir – Fyrstu viðbrögð og lokanir.
 Neyðarlínan – SMS send á íbúa á Suðureyri og þeir beðnir um að halda kyrru fyrir.
 Rauði krossinn – mikil áfallahjálp framundan.
 Flugsamgöngur – Ófært vegna veðurs
 Landhelgisgæslan –Varðskipið Þór sigldi frá Ísafirði til Flateyrar, m.a. með björgunarsveitarfólk.
 Heilbrigðisstofnanir – samskipti við heilbrigðisstofnanir á svæðinu.
 Eignatjón – betur kannað í birtingu.
 Enduruppbygging –

Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?