Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði
Lýst var yfir neyðarstigi þann 15. janúar vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum.
Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur. Tjón liggur ekki fyrir.
Engrar manneskju er saknað.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð þann 15. janúar kl. 23:56. Samhæfing aðgerða fer fram í Samhæfingarstöðinni. Aðgerðarstjórn á Ísafirði var virkjuð kl. 23.44.
Gátlisti frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar:
Staðir sem huga þarf að: Suðureyri, Minnihlíð, Neðri-Breiðadalur, Höfði í Skutulsfirði, Núpur, Ytri-Veðrará, Fremstuhús, Geirastaðir. Einnig þarf að huga að Barðaströnd, og e.t.v. Patreksfirði og fleiri stöðum á Suðurfjörðunum.
Fjögur hús voru rýmd á Suðureyri og íbúar í efstu húsum á Flateyri yfirgáfu hús sín. Búfjáreigendur í Engidal eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um veður, færð og öðru á síðu Vegagerðarinnar og facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Samantekt
Veður – snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Vegakerfi/samgöngur – vegum lokað við Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Skutulsfjarðarbraut, Kirkjubólshlíð og
Flateyrarveg
Rýmingar – farið eftir gátlista snjóflóðavaktar Veðurstofunnar
Lögreglan – samhæfir aðgerðir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins – Starfar í Samhæfingarstöð í Reykjavík
Björgunarsveitir – Fyrstu viðbrögð og lokanir.
Neyðarlínan – SMS send á íbúa á Suðureyri og þeir beðnir um að halda kyrru fyrir.
Rauði krossinn – mikil áfallahjálp framundan.
Flugsamgöngur – Ófært vegna veðurs
Landhelgisgæslan –Varðskipið Þór sigldi frá Ísafirði til Flateyrar, m.a. með björgunarsveitarfólk.
Heilbrigðisstofnanir – samskipti við heilbrigðisstofnanir á svæðinu.
Eignatjón – betur kannað í birtingu.
Enduruppbygging –