-0.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Þrjú snjóflóð – Fólk á Flateyri er beðið um að halda sig heima og fólk á Suðureyri fjarri höfninni

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þrjú stór snjóflóð, tvö á Flateyri og eitt í Súgandafirði til móts við Suðureyri, féllu á tólfta tímanum í kvöld.

Í tilkynningu frá frá Samhæfingarstöð almannavarna segir:
  • Fólk á Flateyri er beðið um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu.
  • Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni.
  • Verið er að rýma einhver hús.
  • Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki.

Eitt snjóflóðið fór ekki langt frá a.m.k. einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður. Ekki er vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari stundu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Flateyrar. Aðgerðarstjórn er að störfum á Ísafirði. Varðskipið Þór sem var statt á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar.

Stúlka varð fyrir flóðinu

Unglingsstúlka er ekki alvarlega slösuð þegar snjóflóð féll á hús sem hún var í á Flateyri á tólfta tímanum í kvöld. Alls voru þrír í húsinu og varð engum þeirra meint af þegar snjóflóð féll. Fréttastofu er ekki kunnugt um frekari meiðsl á fólki eftir að þrjú snjóflóð féllu í Súgandafirði og Flateyri í kvöld.

Flestir bátarnir sukku á Flateyri

Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við fréttastofu Rúv að allir bátarnir sem bundnir voru við bátabryggjuna á Flateyri og flotbryggjuna hafi slitnað frá landi. Hann viti ekki hvort þeir séu allir sokknir. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þeir hafi flestir sokkið. Alls voru sex bátar bundnir við bátabryggjuna og flotbryggjuna. „Það er eitthvað tjón á hafnarmannvirkjum sem ekki verður hægt að skoða fyrr en veðrinu slotar.“