4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Varðskipið Þór er nú á leið frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Varðskipið Þór er nú á leið frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar varðskipsins. Þór hefur verið til taks fyrir vestan síðan á fimmtudag vegna veðurs. Varðskipið fór frá Ísafirði klukkan 00:40 en gert er ráð fyrir að það verði komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt.
Eingöngu er vitað til þess að snjóflóðið hafi farið á eitt hús á Flateyri. Þar var fjölskylda heima, grafa þurfti unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður.
Þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar verið kölluð út.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru nú fyrir stundu um borð í varðskipinu Þór.

Þrjú snjóflóð – Fólk á Flateyri er beðið um að halda sig heima og fólk á Suðureyri fjarri höfninni

https://frettatiminn.is/2020/01/15/thrju-snjoflod-folk-a-flateyri-er-bedid-um-ad-halda-sig-heima-og-folk-a-sudureyri-fjarri-hofninni/