Mikil snjóflóðahætta í dag og á morgun, fyrir Vestfirði og Tröllaskaga
Spá um snjóflóðahættu – Norðanverðir Vestfirðir
Veðurstofan spáði mikilli snjóflóðahættu í gær, dag og á morgun
Mikil snjósöfnun hefur verið til fjalla í NA-átt og verður áfram fram á miðvikudag. Vindflekar myndast ofan á lagskiptum snjó í fjöllum og búast má við náttúrulegum snjóflóðum.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Mikill snjór safnast nú hlémegin við NA-áttina. Gera þarf ráð fyrir því að vindflekar verði áfram óstöðugir eftir að veðrið gengur niður, og að líklegt verði að fólk á ferð til fjalla geti komið af stað snjóflóðum.
Veður og veðurspá
Spáð er NA-hríð fram á miðvikudag. Mjög hvasst verður á tímabilum, sérstaklega á þriðjudag. Aðfaranótt miðvikudags er spáð einna mestri úrkomu.
Umræða