Brjálað er að gera hjá tónlistarmanninum Ingó þessa dagana og uppselt var á tónleika hjá honum á Selfossi um helgina
,,Takk Uppselt á Selfossi í kvöld! er svo að plana alvöru landsbyggðartúr!! Hlakka til “ Segir Ingó á vef sínum.
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, vann meiðyrðamál á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti í lok síðasta árs. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var jafnframt dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Þá var hann dæmdur til að greiða Ingólfi málskostnað.
Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins.
,,Þótt Ingólfur væri þjóðþekktur einstaklingur þyrfti hann ekki að þola að vera sakaður opinberlega um alvarlegt refsivert brot án þess að tilefni væri til að setja fram slíkar staðhæfingar,“ segir í dómi Landsréttar.
Umræða