Fáránleikinn heldur áfram í Ráðhúsinu 
Nú á forsætisnefndarfundi dagsins:
Dómari í eigin máli.

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað, að Dóra Björt Guðjónsdóttir neitaði að víkja af fundi þegar alvarlegt mál gegn henni var tekið fyrir!

Hvað þá heldur þegar um er að ræða sjálfan forseta borgarstjórnar og formann forsætisnefndar!
Hennar eigið atkvæði varð til þess að málinu var vísað frá og því liggur fyrir að hún gerðist dómari yfir eigin misgjörðum.
Engin vafi er til staðar í málinu, gögn, þar á meðal minnisblað frá skrifstofu borgarstjórnar sýna það. Minnisblaðið eitt og sér segir allt sem segja þarf.

Með því að dæma sjálf í málinu.
Svo er ekki.
Undirritaður er sennilega ekki vænlegasti kosturinn til að beita slíkri valdníðslu.
Málinu er því augljóslega ekki lokið og verður nú sent æðra stigi til meðferðar.
Hér fylgir viðhengi á fundargerð dagsins, sem og bókun Miðflokksins : Fundargerð
Við látum auðvitað ekki einbeittan brotavilja óábyrgs aðila spilla svona fallegum föstudegi

Ég segi því góða helgi kæru vinir og njótið helgarinnar. Það ætla ég svo sannarlega að gera“ segir Baldur Borgþórsson , Varaborgarfulltrúi Miðflokksins.