3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Ísland – Best í heimi!

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing


Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig um könnun ASÍ sem að sýndi að matvöruverð er það hæsta hér á landi af öllum Norðurlöndunum og munurinn er um 70% miðað við hæsta verð sem var á Íslandi og það lægsta var í Finnlandi. 560% munur er á hæsta og lægsta kg. verði á gulrótum og er hæsta verðið á Íslandi eins og í flest öllum tilvikum í könnuninni. 
,,ATH. ræstingarfólk og leikskólaliðar!
Samkvæmt Mogganum hafið þið það frábært, betra en annarsstaðar. SA hefur reiknað það út að ótrúlega hátt matvælaverð á Íslandi er aðeins svo ótrúlega hátt vegna þess að hér er allt eins gott og það getur orðið og í raun miklu betra.
Væntanlega gildir það sama um húsaleigu sem hefur einmitt hækkað og hækkað; það er aðeins sönnun á því að allt er best hér. Jei!
Þannig að ekki verða leið þegar þið fáið í ráðstöfunartekjur 280.000 krónur og húsaleigan er 200.000 og svo eigiði eftir að kaupa mat út allan mánuðinn og borga tómstundir fyrir börnin ykkar og kannski kaupa smá Íbúfen og dömubindi; það að peningurinn sé strax búinn er bara vegna þess að Ísland er best og þið eruð heppnasta vinnufólk í öllum heiminum.

Til hamingju með það!“


https://www.fti.is/2019/02/06/verdlag-a-matvoru-a-islandi-er-haest-i-evropu-560-munur-a-haesta-og-laegsta-kiloverdi/