,,Dorgveiði er skemmtileg og ekki spillir frábært veður fyrir“ sagði Helgi Héðinsson á Geiteyjarströnd við Mývatni en dorgveiðin byrjaði aðeins fyrr þarna fyrir norðan þetta árið og eitthvað hefur veiðst. En fyrir sunnan er betra að kanna með ísinn þessa dagana. Það hefur hlýnað verulega og betra að taka stöðuna áður en lagt er útá ísinn.
,,Við fórum upp í Borgarfjörð um helgina og ísinn er víða farinn að verða þynnri enda hlýnað verulega, við borðum nokkur göt og fengum tvo fiska en það er betra að kanna stöðuna vel“ sagði veiðimaður sem reyndi um helgina og segir að ísinn verði þynnri með hverjum deginum.
Það er sama blíðan áfram þessa dagana og ekkert lát flottu febrúar veðri.
Guðmundur Bjarkason, leiðsögumaður er með flotta bleikju á forsíðunni. Mynd : Helgi Héðinsson