Helstu fréttir lögreglu frá því klukkam 17:00 til 05:00 eru þessar:
Tilkynnt um innbrot í bifreið á bifreiðastæði í hverfi 101.
Ökumenn tveggja bifreiða stöðvaðir í akstri bifreiða við almennt eftirlit. Reyndust sviptir ökuréttindum.
Tilkynnt um aðila með skíðagrímur sem þóttu grunsamlegir í hverfi 101. Fundust ekki þrátt fyrir leit.
Ökumaður stöðvaður í akstri bifreiðar grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá reyndist ökumaðurinn sviptur ökuréttindum. Skráningamerki bifreiðarinnar fjarlægð þar sem bifreiðin hafði ekki verið færð til aðalskoðunar á tilsettum tíma.
Ökumaður stöðvaður í akstri bifreiðar grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Ökumaður jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna. Þá voru skráningarmerki fjarlægð af bifreiðinni þar sem hún var ótryggð.
Tilkynnt um öskrandi aðila utan við hús í hverfi 101. Fannst ekki þrátt fyrir leit.
Ökumaður bifreiðar stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
-
Lögreglustöð 2
- Tilkynnt um rúðubrot í hverfi 220.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 221
- Lögreglustöð 3
- Tilkynnt um innbrot á gistiheimili í hverfi 200.
- Tilkynnt um aðila á gangi á akbraut í annarlegu ástandi. Hvergi sjáanlegur er lögreglu bar að.
- Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um ónæði bifreiða í spólakstri á bifreiðastæði framan við verslun í hverfi 270.
Umræða