Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Dálítil snjókoma á suðvesturhorninu og stöku él við norðurströndina en annars bjart veður. Léttir til suðvestantil þegar líður á daginn en áfram stöku él nyrst á landinu. Hitastigið er á niðurleið í dag, frost 2 til 14 stig þegar kemur fram á kvold, kaldast norðanlands.
Hæg breytileg átt víða um land á morgun. Bjart veður í flestum landshlutum. Síðdegis er svo hægt vaxandi austanátt og þykknar upp, einkum sunnanlands. Suðaustan 8-15 og hlýnar með dálítilli vætu um sunnanvert landið um kvöldið. Hlýtt loft kemur til landsins á laugardag. Suðaustan 13-18 m/s og rigning eða slydda en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig síðdegis.
Á sunnudag er útlit fyrir breytilega átt, bjart með köflum og frost, en þykknar upp og hlýnar sunnan- og vestanlands síðdegis með rigningu um kvöldið.
Spá gerð: 15.02.2024 06:27. Gildir til: 16.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og dregur hægt úr éljum. Víða bjartviðri seinnipartinn en stöku él við norðurströndina. Frost 4 til 12 stig yfir daginn, en í kringum frostmark sunnanlands.
Breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun. Frost 0 til 12 stig. Vaxandi suðaustanátt og hlýnar með dálítilli vætu sunnanlands seinnipartinn, 8-15 m/s seint annað kvöld. Spá gerð: 15.02.2024 04:26. Gildir til: 16.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan 13-20 m/s og súld eða rigning, hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur norðanlands, þurrt veður og frost, en hlánar þar síðdegis. Lægir á sunnanverðu landinu um kvöldið.
Á sunnudag:
Suðlæg átt 3-10. Léttir víða til norðan- og austanlands. Lítilsháttar skúrir á Suður- og Vesturlandi, en fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag:
Gengur í suðaustan 15-23 með rigningu, en hægari og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti um frostmark.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt og rigningu eða snjókomu víða um land. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 15.02.2024 09:01. Gildir til: 22.02.2024 12:00.