Almenningssamgöngur í Póllandi eru að leggjast af að mestu leyti. Pólsk stjórnvöld hafa lokað alþjóðlegum flugsamgöngum og lestarsamgöngur munu liggja niðri frá miðnætti í kvöld, aðfaranótt 15. mars.
Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra landa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóðlegt flug.
Hafa ber í huga að Þýskaland telst nú til áhættusvæðis vegna smithættu samkvæmt skilgreiningu sóttvarnarlæknis og ber þeim sem búsettir eru á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til Íslands.
Umræða