Veðurhorfur á landinu
Gengur í suðaustan og austan hvassviðri eða storm í nótt, fyrst suðvestantil. Snjókoma eða slydda, en slydda eða rigning sunnantil og talsverð úrkoma suðaustan- og austantil á landinu. Dregur úr vindi og úrkomu í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri og ofankoma á Vestfjörðum. Víða suðvestan 5-13 síðdegis og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands.
Aftur norðaustan stormur eða rok um landið norðvestanvert með snjókomu annað kvöld. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti um og yfir frostmarki sunnantil. Spá gerð: 15.03.2020 18:13. Gildir til: 17.03.2020 00:00.
Appelsínugul og gular viðvaranir
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.
Á miðvikudag:
Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Vaxandi sunnanátt með heldur hlýnandi veðri og slyddu eða snjókomu, fyrst vestantil, en snýst síðan í suðvestanátt með éljum og kólnar.
Á laugardag:
Stíf suðvestanátt með éljum. Hiti um og undir frostmarki.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 15.03.2020 20:54. Gildir til: 22.03.2020 12:00.