Ekkert verður af barnabókaverðlaununum þetta árið. Í tilkynningu frá Forlaginu kemur fram að eftir að hafa lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár vandlega hafi Dómnefnd verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga.
Af þessum sökum verði Íslensku barnabókaverðlaunin ekki veitt árið 2023. Þá segir í tilkynningunni að skilafrestur í samkeppni næsta árs verði auglýstur á haustmánuðum.
Að endingu er höfundum sem sendu handrit sín í keppnina bent á að hægt sé að sækja þau á skrifstofu Forlagsins til 14. apríl næstkomandi. Eftir það verði þeim fargað.
Umræða