Helstu tíðindi frá lögreglu 05:00-17:00. Þegar þetta er ritað gista 3 einstaklingar í fangaklefa. Alls eru bókuð 135 mál í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi
- Tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Aðili laminn í andlitið og tekinn hálstaki.
- Innbrot og þjófnaður í heimahús í hverfi 101.
- Erlendur aðili handtekinn vegna mjög svo annarlegs ástands vegna neyslu fíkniefnum í hverfi 101. Ældi í lögreglubifreiðina, færður á sjúkrahús þar sem viðkomandi var sprautaður niður og fjötraður.
- Innbrot á veitingastað í hverfi 101. Vínflöskur teknar og reiðufé.
- Innbrot í veislusal í hverfi 101. Sjónvarp tekið. Mikið af notuðum sprautunálum á staðnum.
- Heimilisofbeldi í hverfi 101.Einn vistaður af þeim sökum.
- Ölvaður til leiðinda í verslun í hverfi 108.
- Ölvaður aðili að ónáða fólk á Kjarvalsstöðum.
- Aðili heimtar pening frá hótelstarfsmanni. Kom sér út er starfsmaður hótaði að hringja á lögreglu.
- Tilkynnt um ónæði frá heimahúsi. Við skoðun lögreglu var húsráðandi að smíða ramma á ókristilegum tíma að nágrönnum fannst.
- Umferðaróhapp í hverfi 210.
- Tilkynnt um geltandi hunda í hverfi 109.
- Þjófnaður frá Bónus í hverfi 200.
- Tilkynnt um rúm á akbraut í hverfi 270.
- Leigubílstjóri óskar eftir aðstoð lögreglu vegna farþega Í hverfi 112.
Umræða