Landaður afli íslenskra skipa í mars var 118.448 tonn sem er 25% minni afli en í mars 2018. Aflasamdrátturinn skýrist nær eingöngu af minni loðnuafla en engin loðna veiddist í mars samanborið við tæp 82 þúsund tonn í mars 2018. Rúmlega þreföldun í kolmunnaafla nær ekki að vega upp aflabrestinn í loðnu, en kolmunnaafli í mars var rúm 64 þúsund tonn. Botnfiskafli nam 52 þúsund tonnum í febrúar og minnkaði um 2% miðað við sama mánuð 2018.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá apríl 2018 til mars 2019 var tæplega 1.306 þúsund tonn sem er aukning um 6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Aukningin er vegna meiri botn- og flatfiskafla og samdráttur í uppsjávarafla er minni en vænta má vegna meiri kolmunnaafla. Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 15,6% minni en í mars 2018.
https://www.fti.is/2019/02/26/med-rettu-aetti-ad-gefa-fiskveidar-innfjarda-frjalsar-segir-fiskifraedingur/