Í dag er spáð suðaustan strekkingi á landinu með keimlíku veðri og hefur verið síðustu daga, eða vætu með köflum V-lands, talsverðri rigningu SA-til og bjart með köflum fyrir norðan. Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með hvassviðri eða storm S- og SV-til og vætusömu veðri S- og V-lands. Hiti verður einnig svipaður eða upp í um 13 stig fyrir norðan.
Fram að helgi er útlit fyrir áframhaldandi mildar suðlægar áttir með rigningu S- og V-til, en þurrt fyrir norðan. Um páskahelgina lítur út fyrir kólnandi veður og gæti úrkoman farið úr rigningu í slyddu, en ekki er útlit fyrir að veður hafi áhrif á ferðalög yfir páskana, a.m.k ekki samkvæmt nýjustu spám. – Spá gerð: 15.04.2019 06:47. Gildir til: 16.04.2019 00:00.
Veðuryfirlit
Við Hvarf er 982 mb lægð, sem hreyfist SA og grynnist, en yfir Skandinavíu er kyrrstæð og víðáttumikil 1042 mb hæð. Um 500 km SV af Írlandi er vaxandi 986 mb lægð á hreyfingu NV og önnur 990 mb lægð langt S í hafi er einnig á N-leið.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-15 m/s með morgninum. Talsverð rigning SA-til, dálítil væta um vestanvert landið, en yfirleitt léttskýjað fyrir norðan. Hiti víða 7 til 14 stig að deginum, hlýjast á N-landi.
Vaxandi austanátt seint í kvöld og gengur í suðaustan hvassviðri eða storm S- og V-til á morgun, en heldur hægari NA-lands. Bætir í úrkomuna, en áfram þurrt um landið N-vert. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 15.04.2019 04:09. Gildir til: 16.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, víða 8-15 m/s, og rigning eða súld með köflum, einkum SA-lands, en lengst af þurrt NA-til. Hiti 6 til 11 stig.
Á fimmtudag (skírdagur):
Suðlæg átt, 10-15 m/s og talsverð rigning eða súld á framan af degi, en lægir síðan smám saman og dregur úr vætu. Lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Ákveðin suðlæg átt, vætusamt og fremur hlýtt, en þurrt að kalla N-til.
Á laugardag:
Suðvestanstrekkingur með skúrum eða slydduéljum, en bjartviðri á N- og A-landi. Kólnar í veðri.
Á sunnudag (páskadagur):
Útlit fyrir að snúist í sunnan- og síðar suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða á landinu, en haldist þurr að mestu þurrt NA-lands. Hlýnar í bili.
Spá gerð: 15.04.2019 07:59. Gildir til: 22.04.2019 12:00.