• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Ábyrgðir 30 þúsund námslána felldar niður

ritstjorn by ritstjorn
15. apríl 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Vextir og greiðslubyrði allra núverandi námslána mun lækka, ráðstöfunartekjur greiðenda munu hækka og ábyrgðir á 30 þúsund námslánum verða felldar niður fái lagafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsamanna framgang á Alþingi.
Í nóvember mælti ráðherra fyrir frumvarpinu, sem felur í sér grundvallarbreytingu til hins betra á námslánakerfinu. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera samhliða breytingar á eldri námslánum, sem allar miða að því að bæta kjör lánþega. Búið er að leggja fyrir þingið breytingartillögu á fyrirliggjandi frumvarpi.
Breytingarnar eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum á opinberum vinnumarkaði og koma til móts við áherslur Bandalags háskólamanna. Breytingarnar munu þó nýtast öllum lánþegum, bæði þeim sem starfa hjá hinu opinbera og á almennum markaði.
Vextir námslána verði lækkaðir úr 1% í 0,4% auk þess sem allt að 15% afsláttur verður veittur af höfuðstól við uppgreiðslu námslána og innágreiðsla. Þá verða ábyrgðir felldar niður á öllum lánum sem eru í skilum, en þau eru um 30 þúsund talsins. Breytingarnar eru gerðar að tillögu starfshóps, sem skipaður var fulltrúum þriggja ráðuneyta, BHM og iðnaðarmannafélaganna.
„Með þessu er tryggt að lánþegar njóti góðs af sterkri stöðu LÍN, sem hefur á undanförnum árum aukið verulega eigið fé sitt vegna góðra endurheimta og minnkandi spurnar eftir námslánum. Það er sérstaklega ánægjulegt að geta líka létt áhyggjum af tugum þúsunda einstaklinga sem hafa verið í ábyrgð fyrir endurgreiðslu lána, því slík ábyrgð felur í sér mikla skuldbindingu eins og mörg dæmi sanna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?