Uppfært 00:54; Konan sem lýst var eftir fyrr í kvöld er fundin, heil á húfi – takk fyrir aðstoðina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristrúnu B. Jónsdóttur, 78 ára, til heimilis í Reykjavík, en síðast er vitað um ferðir hennar í Geitlandi síðdegis í dag á milli kl. 17 og 18.
Kristrún er klædd í svartan mittisjakka með loðkraga, rauðar buxur og svarta húfu. Hún er með hliðartösku/veski. Kristrún er alzheimersjúklingur.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristrúnar, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Umræða