Bjarni Benediktsson um sárafátækar fjölskyldur: „Ef háttvirtur þingmaður vill mæla það í hafragrautsskálum eru þetta margar hafragrautsskálar“
Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra segir að þeir sem glíma við sára fátækt hér á landi hafi fengið aukin stuðning. Einstæðir foreldrar hafi fengið hærri barnabætur. Það megi útbúa margar skálar af hafragraut fyrir þann aukna stuðning. Fjallað er um ræðu fjármálaráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á Rúv.is og þar segir jafnframt:
„Hvar á að fá peningana til að útrýma þeim fáu sem lifa við sárafátækt? Þetta spurði hæstvirtur fjármálaráðherra mig þegar ég spurði hann hvers vegna hann hjálpaði ekki þeim fáu sem hann telur að lifa við sára fátækt hér á Íslandi. Hvar eigum við að fá peningana til þess? 2 milljarðar hafa verið greiddir í viðspyrnustyrki. Þá hafa verið greiddar um 9,5 milljarður króna verið greiddur tekjufallsstyrki, 2,3 milljarðar í lokunarstyrki,“ sagði Gumnundur Ingi. Þá undraðist hann að ríkið leggi fjármuni í rekstur sóttvarnahótela fyrir ferðamenn.
Lúxus á lúxushóteli fyrir ferðamenn með fæði
„Síðast en ekki síst fimm daga sóttkví og lúxus á lúxushóteli fyrir ferðamenn með fæði. En þegar þessi útgjöld voru sett, þá kom hæstv. fjármálaráðherra ekki upp í ræðupúlt og spurði: Hvar í ósköpunum eigum við að fá peninga til að gera þetta? Ég minnist þess ekki og þess vegna spyr ég hæstv. fjármálaráðherra: Er ekki hægt að ná í þessa peninga og nákvæmlega sömu stað tók þá eða er ekki hægt að redda þeim örfáu sem hann telur að liði í sára fátækt á Íslandi?“ spurði Guðmundur Ingi.
„Við tókum lán. Við teljum að með því að gera það þá séum við að bjarga verðmætum þannig að ég held að það verði bara að horfa til þess að við erum að reka ríkissjóð með geigvænlegum halla og hugmyndir um að afnema allar tekjutengingar, svo dæmi sé tekið, kostar 10 milljarða. En vandinn er til staðar og ég segi að svarið við þessu undirliggjandi máli sem hv. þingmaður er að rekja hér er að halda áfram að skapa mikil verðmæti. Kraftmikið atvinnulíf á Íslandi er forsenda þess að við getum stoppað í götin í velferðarkerfinu,“ svaraði Bjarni Benediktsson.
Guðmundur tók dæmi úr samtímanum og sagði að þau vermæti sem fjármælaráðherra tiltók vera dropa í hafið.
„Einstæður foreldri sagði við mig nýlega: Hafragraut á morgnana og hafragrautur seinni partinn eftir 15. hvers mánaðar. Þá eru fjármunir búnir og þá getur viðkomandi átt eftir að borga leigu og önnur útgjöld og ekki haft efni á öðru fæði. Um helgar er hann líka en þá notum við þurrkaða ávexti, rúsínur og annað og kanil til að fá tilbreytingu og lúxus. Þessi einstaklingur og fleiri, getum við ekki bara boðið þeim nú þegar fimm daga hótelavist og fæði? Vegna þess að við gerum það með ferðamenn og við eigum ekki að bjarga verðmætum þar.“ sagði Gumundur.
Bjarni svaraði því þannig til að það væri snúið að taka einstök dæmi eins og Guðmundur gerði. Menn þurfi að vita forsendur þar á bak við. Ríkisstjórnin hafi bætt við stuðning við einstæða foreldra á kjörtímabilinu.
„Maður vill skilja hvað er á bak við. Maður vill skilja hverjar eru tekjurnar, hverjir eru tekjustraumarnir, hvort viðkomandi er virkur á atvinnumarkaði eða ekki? En ég get nefnt eitt dæmi hér að fyrir einstætt foreldri með tvö börn þá hafa breytingar á barnabótum í tíð þessarar ríkisstjórnar styrkt stöðu einstæðs foreldris með 300.000 kr. í tekjur á mánuði um meira en 100.000 kr. á ári. Það eru 100.000 kr. viðbótar barnabætur á ári bara vegna breytinganna sem við í þessari ríkisstjórn hefur verið að gera,“ sagði Bjarni.
„Ef háttvirtur þingmaður vill mæla það í hafragrautsskálum eru þetta margar hafragrautsskálar,“ sagði Bjarni að lokum en fjallað er nánar um ræðu fjármálaráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og fleira sem gerðist á Alþingi í dag á Rúv.is .
https://gamli.frettatiminn.is/04/03/2020/rikisstjornin-thegir-um-sarafataekt-a-islandi/