Skemmtiferðaskipið AidaSol kom til hafnar í morgun á Ísafirði og mun vera þar í dag, Föstudaginn langa.
Hópur farþega skipsins munu njóta dagsins í bænum og nágrenni, m.a. með því að fara í skipulagða gönguferð um bæinn, fara í Ósvör, Melrakkasetrið í Súðavík og svo verður farið á Hesteyri með Sjóferðum. Að því er fram kemur í tilkynningu Vesturferða.
Umræða