2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

MAÐKVEIÐI HEIMIL UM ALLA LEIRVOGSÁ!

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Á undanförnum árum hefur veiðimönnum verið heimilt að veiða á maðk í neðsta hluta Leirvogsár. Maðkveiðimenn hafa því eingöngu haft afnot af litlum hluta árinnar, upp að “Gömlu brú”, og veiðiálagið hefur því verið mjög misjafnt eftir svæðum.

Stjórn SVFR hefur ákveðið að breyta þessu og heimila maðkveiði í allri ánni, í júní, júlí og ágúst. Kvóti á hverja stöng verður óbreyttur, fjórir laxar á stöng á vakt. Áfram verður eingöngu heimilt að veiða á flugu í september, enda skal þá öllum fiski sleppt. Leirvogsá er frábær veiðiá, sem lumar bæði á guðdómlegum fluguveiðistöðum og góðum maðkveiðistöðum.

Enn er hægt að tryggja sér veiðileyfi á komandi sumri.