Um klukkan hálf tólf í morgun hófst jarðskjálftahrina rétt vestan við Eldvörp. Nú um sexleitið mældist skjálfti upp á 4,6 stig en það á eftir að fara yfir hann. Klukkan 14:17 varð skjálfti af stærð 4,1. Skjálftinn fannst á Reykjanesskaganum og á höfuðborgarsvæðinu.
Hátt í 350 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst.
Veðurstofan vill einnig benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í bröttum hlíðum þegar skjálftar af þessum stærðum eiga sér stað og fólk því beðið um að hafa aðgát vegna þessa.
https://gamli.frettatiminn.is/15/05/2022/jardskjalftahrina-a-reykanesi/
Umræða