Framsóknarflokkurinn er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur en fjallað er nákvæmlega um úrslit kosninga á vef rúv.is.
Úrslit kosningana í ár eru söguleg og slá öll met skv. frétt rúv sem hefur greinilega notið aðstoð sagnfræðinga til að kafa aftur í aldir til að finna sambærilegar niðurstöður. Svo virðist sem þjóðin sé að hegna tveimur af þremur stjórnarflokkum í sveitastjórnakosningunum í ár. Því Sjálfstæðisflokkurinn hlaut aðeins 24,5 prósent atkvæða en hafði áður fengið minnst 25,9 prósent. Það var í kosningunum árið 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 30,8 prósent. Vinstri græn fengu 13,5 prósent þegar flokkurinn bauð fyrst fram í borginni árið 2006 en aðeins fjögur prósent í ár og hefur fylgið aldrei verið minna. Síðasta var það 4,6 prósent, rétt rúmlega helmingur þess sem flokkurinn fékk fjórum árum áður.
Framsóknarflokkurinn hlaut 18,7 prósent atkvæða og þarf að fara um hálfa öld aftur í tímann til að finna útkomu flokksins í Reykjavík sem kemst nærri þessari. Þá fékk flokkurinn 17,2% (1970) og 16,4% (1974).
Discussion about this post