6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Svona leit eldgosið út, séð frá Reykjavík

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þann 26. maí 2021 leit eldgosið svona út, séð frá Reykjavík, í forgrunni er Hallgrímskirkja. Eldtungurnar skutust hundruði metra upp í loftið á nokkurra mínútna fresti.

Myndbandið sem birt var á youtube, var tekið þegar eldtungurnar voru sem hæstar, myndin er tekin með miklum aðdrætti, í 45km fjarlægð frá eldgosinu. Eldgosið hófst að kveldi þann 19. mars 2021 Geldingadölum og stóð í sex mánuði.

Veðurstofa Íslands mældi hæðina á eldgosinu í dögun, þann 5. maí í fyrra og náði að mæla hæð þess yfir 1.500 fet (460 metra). Kraftmikil sprenging eldfjallsins í Geldingadölum hefur spúað upp heitum bergbrotum sem kallast gjóska sem lenti nokkur hundruð metra frá gígnum í óbyggða svæðinu á Reykjanesskaga.

Um Fagradalsfjall – Geldingadal

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs. Hæsti punkturinn er Langhóll; um 390 metrar á hæð. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smá hraunlag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.

Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradalsfjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews en hann var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandí í Evrópu. Eftirmaður hans í hernum var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í Kaldaðarnesi.

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos við fjallið, nánar tiltekið í Geldingadölum. Stóð það í 6 mánuði.