Hugleiðingar veðurfræðings
Suðaustlæg átt í dag, víða gola, og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil, hiti á bilinu 6 til 12 stig. Á Norðausturlandi er útlit fyrir þurrt og bjart veður og getur hiti náð að 15 stigum þegar best lætur.
Á morgun er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt og skúrir vestanlands, en súld eða þokumóða við norðausturströndina, annars þurrt að kalla. Þá kólnar aðeins í veðri fyrir austan, hiti 5 til 11 stig, hlýjast syðst. Spá gerð: 15.05.2024 05:51. Gildir til: 16.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 3-10 m/s og dálitlar skúrir sunnan- og vestanlands, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Breytileg átt 3-8 á morgun, dálitlar skúrir á vesturhelmingi landsins og súld eða þokumóða við norðausturströndina, annars þurrt að kalla. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 15.05.2024 04:33. Gildir til: 16.05.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðlæg átt 5-10 á norðanverðu landinu og rigning eða jafnvel slydda með köflum. Vestlægari og skúrir sunnantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á laugardag:
Norðlæg átt, 3-10. Skýjað, en úrkomulítið norðantil á landinu, hiti 0 til 4 stig. Bjart með köflum sunnan heiða, en stöku skúrir síðdegis og hiti 4 til 8 stig yfir daginn.
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Vaxandi austanátt og víða dálítil væta, 8-15 seinnipartinn með rigningu um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Ákveðin austlæg átt og rigning. Hiti víða 4 til 9 stig.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hlýnar víðast hvar í veðri.
Spá gerð: 15.05.2024 08:08. Gildir til: 22.05.2024 12:00.