Eftirfarandi eru helstu mál næturinnar. Listinn er ekki tæmandi. 63 mál skráð frá 17:00 í gær til klukkan fimm í morgun
Stöð 1
22:09 Aðili handtekinn grunaður um innbrot í heimahús en hann fannst skammt frá vettvangi með peninga og verðmæti sem hann gat ekki gert grein fyrir. Aðilinn var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þangað til að hægt er að ræða við hann.
01:03 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá hafði hann ekki öðlast ökuréttindi. Laus eftir hefðbundið ferli.
02:15 Tilkynnt um innbrot í heimahús en þar hafði þjófavarnakerfi farið í gang. Lögregla fór strax á staðinn og var einn aðili handtekinn á vettvangi grunaður um innbrotið. Sá var með meint þýfi á sér og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
04:05 Tilkynnt um innbrot í kjörbúð í hverfinu. Tilkynnandi gat lýst þeim sem voru að brjóta sér leið inn í verslunina og voru tveir aðilar handteknir skammt frá vettvangi grunaðir um innbrotið.
Stöð 3
23:07 Tilkynnt um líkamsárás þar sem árásaraðili beitti piparúða og kylfu. Tveir þolendur fluttir á slysadeild og er málið í rannsókn.