-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Langar biðraðir við Víði, vörur á 50% afslætti vegna gjaldþrots

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Langar biðraðir við Víði, vörur á 50% afslætti vegna gjaldþrots- Heildsalar reyndu að ná í ógreiddar vörur í verslunina 

Langar biðraðir höfðu myndast löngu áður en Víðir opnaði í Skeifunni vegna útsölu sem er til komin vegna gjaldþrots verslunarinnar. Almenningi var boðið að versla og fá 50% afslátt við kassa.


Skiptastjóri í þrotabúi matvörukeðjunnar Víðis ákvað að opna tvær af verslunum keðjunnar til þess að selja allar vörur á hálfvirði. Víðir hefur rekið fimm verslanir undanfarin ár. Öll bílastæði í nágrenni Víðis í Skeifunni voru full.
Verslunin í Garðabæ opnaði klukkan 16 í gær og í Skeifunni klukkan 12 í dag. Óánægðir heildsalar mættu og vildu fá vörur sínar til baka úr versluninni en ekki er enn ljóst hvaða niðurstaða varð í því máli.
Upphaflega voru lokanirnar sagðar vera vegna breytinga en svo kom í ljós að verslanirnar höfðu verið teknar til gjaldþrotaskipta og kom það flatt upp á þá aðila sem að Fréttatíminn hefur rætt við. M.a. kom starfsfólk að lokuðum dyrum þegar að það ætlaði að mæta til vinnu og leitaði til VR til þess að fá upplýsingar.