Fimm erlendir aðilar brutu lög um sóttvarnir samkvæmt tilkynningu lögreglu
Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu mættu aðilarnir í tveimur leigubifreiðum á lögreglustöð klukkan rúmlega tvö í nótt, til að tilkynna um breyttan dvalarstað.
Aðilarnir áttu að vera í sóttkví þar til síðar í þessum mánuði. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Haft var samband við ökumenn leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví.
Þegar lögregla spurði aðilana fimm hvers vegna þeir hefðu ekki tilkynnt um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari.
Umræða