Mótmælendahópurinn Pussy Riot, sem lengi hafa verið Vladimir Pútín, til ama, bera ábyrgð á því að hafa ruðst inn á knattspyrnuvöllinn, þegar að heimsmeistaramót á milli frakka og króata fór fram.
Fjórir aðilar mótmælenda hlupu á vellinum klædd sem lögreglumenn eins og rússneski forsetinn Pútín og áhorfendur út um allan heim horfðu á. Þrjár konur og einn maður hlupu inn á völlin samtímis á 52. mínútu Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren ýtti manninum og hjálpaði yfirvöldum að haldi honum föstum.
Hópurinn var að mótmæla Pútín og stjórnarfarinu í Rússlandi, stríðinu í Ukraínu, yfirtöku rússa á Krímskaga ofl.
Pútín horfði á leikinn ásamt franska og króatíska kolllegum sínum auk forseta FIFA, Gianni Infantino, auk annarra höfðingja. FIFA svaraði ekki strax beiðni um fréttir af atburðinum. Mótmælendurnir eru nú á bak við lás og slá í Rússlandi og öruggt að miklir eftirmálar verða vegna þessarar uppákomu.