Um 14% fullorðinna Íslendinga telja sig hafa verið bitna af lúsmýi á Íslandi í sumar *
Nær tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, eða tæplega 17% Reykvíkinga á móti rúmlega 9% íbúa
landsbyggðarinnar.
Við nánari skoðun á búsetu þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar má sjá að hlutfallið er hæst meðal þeirra sem búa í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Um helmingi færri íbúar Norðvesturkjördæmis segjast hafa verið bitnir og hlutfallið er langlægst meðal íbúa Norðausturkjördæmis.
*Rúmlega 2% þátttakenda tóku ekki afstöðu og eru hlutföll reiknuð út frá þeim sem tóku afstöðu.
Spurt var:
Telur þú þig hafa verið bitna/bitinn af lúsmýi á Íslandi í sumar?
Þjóðarpúls Gallup Júlí 2019
Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 27. júní til 11. júlí 2019. Heildarúrtaksstærð var 1.764 og þátttökuhlutfall var 47,4%.
Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Já 14,1% / Nei 85,9%