2.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Jón­as seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd í Eyj­um viðhafa sömu vinnubrögð og í kreppunni miklu árið 1938

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Jónas Garðarsson

Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, ber Írisi Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um þung­um sök­um vegna fram­ferðis bæjarstjórnar er varða málefni Herjólfs ohf. í kjara­deilu starfs­manna í Herjólfi við bæ­inn. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Jón­as seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd í Eyj­um beiti þernur og háseta „fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir. Vísað er í 18. grein þeirra laga þar sem segir: „Þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa.“
„Frá setningu laganna hefur ekki hefur verið ágreiningur um rétt launafólks til vinnustöðvana, eða í 82 ár. Nú hefur opinbert hlutafélag brotið grundvallarreglu á vinnumarkaði. Bæjarútgerðin í Eyjum brýtur grunnréttindi launafólks og notar til þess eigur ríkisins. Alvarlegra getur málið ekki verið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum,“ segir í yfirlýsingunni.