Höfnuðu beiðni lögreglunnar í gær
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu lét lögregluna fá bólusetningarvottorð einstaklinga í tilfelli tveggja Palestínumanna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsugæslan hefur ákveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lögreglunnar fyrr en skorið verður úr um hvort henni sé það lagalega heimilt.
Spurningar vöknuðu um lagalega heimild fyrir afhendingunum meðal hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi eftir að Palestínumennirnir tveir voru handteknir af lögreglu þegar þeir sóttu þessi vottorð sín en Vísir.is fjallaði fyrst um málið. Þar segir að samtökin hafi haldið því staðfastlega fram að lögregla hafi blekkt mennina með vottorðunum; ,,lokkað þá til sín undir því yfirskini að þeir ætluðu að afhenda þeim vottorðin en síðan handtekið þá þegar þeir mættu á staðinn og sent þá úr landi.“
Höfnuðu beiðni lögreglunnar í gær
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir við Vísi að heilsugæslan hafi afhent lögreglunni bólusetningarvottorð þessara tveggja einstaklinga eftir að lögregla krafðist þess.
Discussion about this post