Alþingismanni var í vikunni formlega hótað sex ára fangelsi vegna meints brots. Njósnað var um alþingismanninn og hann myndaður með myndavél leynilega úr lofti með dróna á vegum og í eigu, íslenskra stjórnvalda.
Alþingismaðurinn Sigurjón Þórðarson, greinir svo frá:
,,Fiskistofa er í veiðiferð – Það er rétt að kalla eftir upptökum“
,,Ég fékk í vikunni bréf frá Fiskistofu, þar sem mér var hótað allt að sex ára fangelsi á furðulegum forsendum þ.e. að ég hafi ekki spurt vigtarmann um hvort hann hefði löggildingu þegar hann tók við fiski, en helsta gagn stofnunarinnar var 43 mínútna drónaupptaka úr höfninni á Hofsósi, frá því í júní í fyrra.
Ég held að það sé ráð að smábátasjómenn óski eftir öllu myndefni Fiskistofu af skipum þeirra, sem tekin hafa verið á vegum stofnunarinnar á sl. 5 árum!“
Umræða