Hugleiðingar veðurfræðings
Norðvestan gola eða kaldi í dag og stöku skúrir norðan- og austantil en léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Svo snýst vindurinn í suðvestlæga átt á morgun og þá má gera ráð fyrir skúrum á vestanverðu landinu og bjart að mestu annars staðar. Hiti á bilinu 9 til 14 stig. Á miðvikudag kemur lægð með rigningu og sums staðar allhvassri suðaustanátt en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig. Lægðin verður suður af landinu á fimmtudag. Ákveðin austlæg átt með rigningu á sunnanverðu landinu og talsverðri úrkomu á Suður- og Suðausturlandi. En lengst af þurrt og bjart fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Norðaustanátt og víða rigning á föstudag, en norðanátt með skúrum um helgina. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnan heiða.
Veðuryfirlit
Um 300 km ANA af Langanesi er 1005 mb smálægð sem þokast N. Langt SV í hafi er 1026 mb hæð sem mjakast til SA og frá henni teygir sig hæðarhryggur til N. Við Nýfundnaland er vaxandi 1007 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 3-10 m/s og skúrir fyrir norðan og austan en léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst. Suðvestlæg átt 3-8 á morgun og bjart að mestu en skýjað með köflum og stöku skúrir vestantil. Hiti 9 til 14 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan gola og bjart að mestu. Suðlægari á morgun, skýjað með köflum og líkur á smáskúrum. Hiti 6 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðlæg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir vestanlands síðdegis. Þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.
Á miðvikudag:
Suðaustanátt 5-10 m/s en 10-18 suðvestantil. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustanlands. Lægir vestast um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og allvíða væta með köflum, einkum suðaustantil. Hiti 10 til 15 stig.
Á föstudag:
Snýst í norðlæga átt með skúrum. Léttir til sunnantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Minnkandi norðanátt og stöku skúrir en bjart með köflum suðvestantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, skýjað og lítilsháttar væta á víð og dreif. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast syðst.