Hugleiðingar veðurfræðings
Yfir landinu er vaxandi hæðarhryggur, sem er uppskrift að rólegheitaveðri með talsverðu sólskini. Hiti að 12 stigum sunnantil í dag. Þykknar upp í kvöld og nótt og á morgun er orðið skýjað víða um land og sums staðar lítilsháttar væta, en áfram bjart suðaustantil. Hlýnar heldur í veðri. Helgarveðrið virðir ætla að verða átakalítið fram á sunnudagskvöld, þegar lægðardrag nálgast með suðaustankalda og rigningu syðst og vestast.
Veðuryfirlit
Yfir Skandinavíu er kyrrstæð og víðáttumikil 986 mb lægð og frá henni liggur lægðardrag til vesturs. Um 1000 km suður af Reykjanesi er 1022 mb hæð, sem þokast A, en frá henni teygir sig hæðarhryggur til Grænlands.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en líkur á þokulofti við norðurströndina. Þykknar upp syðst í kvöld.
Vestan og suðvestan 3-10 m/s á morgun. Skýjað og sums staðar smá væta, en bjartviðri suðaustantil. Hiti 4 til 12 stig í dag, hlýast sunnantil, en heldur hlýrra á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en þykknar upp í kvöld. Skýjað, en þurrt að kalla í nótt og á morgun. Hiti 6 til 11 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað og úrkomulítið vestanlands. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðaustantil.
Á laugardag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og skýjað, en þurrt að mestu. Hiti 4 til 12 stig, mildast suðvestantil.
Á sunnudag:
Suðaustan 8-15 m/s og lítilsháttar væta sunnan- og vestantil, en hægara og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt og milt í veðri. Rigning með köflum, einkum um landið sunnan- og vestanvert.