Karlmaður kvarta undan áreiti kvenna á netinu sem eru að senda honum nektarmyndir og fleira sem hann hefur upplifað í samskiptum og kvartar undan skilningsleysi og samþykki samfélagsins gagnvart hegðun kvenna.
Ég hef fengið í gegnum tíðina óumbeðnar nektarmyndir frá stelpum upp úr þurru og mér hefur alltaf liðið óþæginlega með það
Ég hef sagt vinum og fjölskyldu frá þessu en það hefur aldrei verið tekið á því sem alvarlegum hlut.. alltaf fengið komment um að ég sé “heppinn” og “þú þarft ekki einu sinni að reyna við þær”.
Hef sjaldan talað upphátt um að mér þykir þetta mjög óþæginlegt en hef líka fengið komment varðandi það að ég er þá líklegast bara hommi því hver vill ekki fá nektarmyndir frá stelpum? Svarið er ég.
Ef ég er ekki að biðja um það þá vill ég ekki fá þessar myndir. Hef aldrei skilið afhverju fólk, hvort sem það er maður eða kona sem gerir þetta. Mér finnst bara ekkert heillandi við þetta. Hef ýtt þessu niður og tala nær aldrei um þetta lengur.
Ég hef líka upplifað það að bæði karlar og konur káfa á mér. Alltaf er tekið verr í það þegar ég segi að karlmaður káfaði á mér heldur en kona, skiptir það máli?
Á ég bara að telja mig heppinn að fá þessa “athygli” frá konun útaf hverju? Ég vill þetta ekki og afhverju er það ekki nóg?
Ég heyri svo sjaldan umræður varðandi svona frá körlum og ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég það bara mjög vel. Bara því ég er karlmaður þá á ég bara að fýla það þegar kona káfar á mér eða sendir mér nektarmyndir sem ég bað aldrei um.
Afhverju má mér ekki líða eins og mér líður? Afhverju þarf alltaf að gera lítið úr þessum atvikum?
Sorry, mér líður eins og ég sé ekki að meika sense. Ég þarf bara að leysa þetta eitthvern veginn en veit ekki hvernig ég ætti að gera það?